Óbreytt gjald á Landsmót UMFÍ
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur verið ákveðið að hafa þátttökugjald á Landsmót UMFÍ óbreytt en til stóð að það myndi hækka frá og með deginum í dag. Gjaldið verður því aðeins 4.900 krónur og veitir aðgang að mikilli íþrótta- og skemmtidagskrá í fjóra daga.
Eins og fram kemur á heimasíðu Landsmóts er fyrirkomulag mótsins nýtt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að kynnast nýjum íþróttagreinum, fá kennslu í þeim og taka fyrstu skrefin í nýrri hreyfingu. Þú getur sett saman þitt eigið Landsmót og tekið þátt í mikilli skemmtun á Sauðárkróki dagana 12. – 15 júlí.
Sjá nánar HÉR
Hér fyrir neðan má sjá Eystein Pétur Lárusson frá Blönduósi hvetja fólk til að mæta á Landsmót líkt og hann sjálfur ætlar að gera. Hann segir Landsmótið sannkallaða íþróttaveislu þar sem fólk 18 ára og eldra geti hist og tekið þátt í ólíkum íþróttagreinum.
Íþróttaveisla á Sauðárkróki í sumarEysteinn Pétur Lárusson ætlar á Landsmótið á Sauðárkróki 12. - 15. júlí. Hann segir Landsmótið sannkallaða íþróttaveislu þar sem fólk 18 ára og eldra geti hist og tekið þátt í ólíkum íþróttagreinum. Í hverju ætlar þú að taka þátt? www.landsmotid.is
Posted by UMFÍ - Ungmennafélag Íslands on 13. júní 2018
Íþróttaveisla á Sauðárkróki í sumarEysteinn Pétur Lárusson ætlar á Landsmótið á Sauðárkróki 12. - 15. júlí. Hann segir Landsmótið sannkallaða íþróttaveislu þar sem fólk 18 ára og eldra geti hist og tekið þátt í ólíkum íþróttagreinum. Í hverju ætlar þú að taka þátt? www.landsmotid.is
Posted by UMFÍ - Ungmennafélag Íslands on 13. júní 2018
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.