ÓB-mótið heppnaðist vel þó veðrið hafi strítt stúlkunum

Valsstúlkur taka á móti verðlaunapeningum á ÓB-mótinu. MYNDIR: ÓAB
Valsstúlkur taka á móti verðlaunapeningum á ÓB-mótinu. MYNDIR: ÓAB

Um liðna helgi fór fram á Sauðárkróki árlegt ÓB-mót í fótbolta á vegum knattspyrnudeildar Tindastóls. Þar komu saman stelpur í 6. flokki hvaðanæva að af landinu og voru 116 lið skráð til keppni og keppendur rúmlega 700 talsins.

„Allt gekk mjög vel þrátt fyrir leiðindaveður á laugardaginn, þá var flott veður í gær [sunnudag] og allir í skýjunum. Allt skipulag sem lagt var af stað með gekk upp á mótinu,“ sagði Adam Smári Hermannsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, þegar Feykir spurði hvernig hefði tekist til.

Kvöldvaka er fastur liður á ÓB-mótinu. Í fyrra var bryddað upp á þeirri nýjung að færa kvöldvökuna úr Grænuklaufinni og út í Aðalgötu og var sá leikur endurtekinn um helgina. Aðalgötunni var því lokað og gleðipinnarnir í Danssveit Dósa og VÆB skemmtu fjölmörgum gestum sem skelltu sér út í bæ.

Hér að neðan má sjá myndir frá mótinu sem teknar voru í hádeginu á sunnudag þegar veður var orðið skaplegra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir