Meistaraflokkur Kormáks Hvatar auglýsir eftir aðalþjálfara
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
17.12.2021
kl. 08.12
Knattspyrnulið Kormáks Hvatar spilar sumarið 2022 í 3. deild í meistaraflokki karla. Afar metnaðarfullt starf er unnið á Blönduósi og Hvammstanga, þar sem sterkur kjarni heimamanna sem hafa spilað lengi saman mynda hryggjarstykki liðsins. Undanfarin sumur hafa lykilleikmenn verið sóttir erlendis frá, svo hér er um að ræða afar spennandi verkefni fyrir metnaðarfullan þjálfara.
Staða aðalþjálfara liðsins er nú laus til umsóknar, en unnið er út frá skilgreindri sýn meistaraflokksráðs fyrir sumarið. Nánari upplýsingar veitir meistaraflokksráð Kormáks/Hvatar, KHKnattspyrna@gmail.com. Farið verður með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.