Margrét Rún valin í U16 ára landsliðshópinn
Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna í fótbolta, hefur valið 26 leikmenn frá 13 félögum til að taka þátt í æfingum á Selfossi í næstu viku og er Margrét Rún Stefánsdóttir, markmaður 3. flokks Tindastóls, þar á meðal.
Æfingarnar fara fram dagana 21.-24. júní og eru liður í undirbúningi liðsins fyrir Norðurlandamótið sem fer fram í Danmörku 4.-13. júlí í sumar. Á heimasiðu KSÍ kemur fram að á seinasta ári hafi Norðurlandamóti U16 ára landsliðs kvenna verið aflýst í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19, en mótið átti að fara fram í Danmörku um mánaðamótin júní - júlí. Árið þar á undan endaði Ísland í fjórða sæti mótsins, en stelpurnar töpuðu þá eftir bráðabana í vítaspyrnukeppni gegn Svíþjóð í leiknum um bronsið.
Margrét Rún er dóttir Einarínu Einarsdóttur og Stefáns Öxndal Reynissonar á Sauðárkróki.
Tengd frétt: Á sinni fyrstu landsliðsæfingu - Íþróttagarpurinn Margrét Rún Stefánsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.