Leikmaður Tindastóls valinn í æfingahóp fyrir úrtaksæfingar hjá U16 karla í knattspyrnu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
30.06.2018
kl. 09.54
Landsliðsþjálfararnir, Davíð Snorri Jónasson og Þorvaldur Örlygsson, hafa tilkynnt hópa fyrir úrtaksæfingar U16 og U18, sem fara fram helgina 6. og 7. júlí. Æfingarnar fara fram á æfingasvæði Fram í Safamýri.
Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Tindastóls, hefur verið valinn í æfingahóp fyrir úrtaksæfingar U16. Jón Gísli, sem er fæddur árið 2002, á að baki átta landsleiki með U17 landsliðinu. Jón Gísli lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Tindastóls, þá einungis fjórtán ára gamall og var þá yngsti leikmaður í sögu Tindastóls til að leika með meistaraflokki.
/Lee Ann
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.