Króksbrautarhlaupið á morgun

Frá Króksbrautarhlaupi 2016. Mynd Sigrún Fossberg.
Frá Króksbrautarhlaupi 2016. Mynd Sigrún Fossberg.

Hið árlega Króksbrautarhlaup verður háð á morgun 15. september. Rúta fer með þátttakendur frá Sundlaug Sauðárkróks kl. 9:00 og hleypt verður út úr rútu á fjórum stöðum á Sauðárkróksrbraut. Stefnt er að því að allir séu komnir heim klukkan 11:30 - 12:00.

Þátttökugjald er 1500 kr. og rennur óskert í söfnun til styrktar Brynju Björk Árnadóttur. Söfnunarkassi verður við sundlaug á meðan hlaupinu stendur.

Einnig er hægt að leggja inn á reikning 0161-05-075886 kt:280486-2649.

Hressing og frítt í sund að hlaupi loknu.

„Komdu og vertu með, hlaupandi, gangandi eða hjólandi. Þitt er valið,“ segir í tilkynningu frá Skokkhópnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir