Keppt í tölti og flugskeiði á lokamóti Meistaradeildar KS
Lokamót Meistaradeildar KS í hestaíþróttum var haldið sl. föstudagskvöld í boði Fóðurblöndunnar. Á þessu síðasta keppniskvöld deildarinnar var keppt í tölti og skeiði en kvöldið hófst á forkeppni í Tölti T1. Það voru þeir félagar, villiköttur Hrímnis-Hestkletts, Páll Bragi Hólmarsson og Vísir frá Kagaðarhóli, sem stóðu uppi sem sigurvegarar í tölti með einkunnina 8.83.
Í öðru sæti endaði Mette Mannseth með Hannibal frá Þúfum með einkunnina 8.50 og í því þriðja Þórarinn Eymundsson og Þráinn frá Flagbjarnarholti með 7,72.
Það var svo lið Hrímnis-Hestkletts sem sigraði liðakeppnina í töltinu með 74 stig en þau voru með alla þrjá knapa í A-úrslitum.
Sex efstu í töltinu voru:
1 Páll Bragi Hólmarsson og Vísir frá Kagaðarhóli 8,83 Hrímnir - Hestklettur
2 Mette Mannseth og Hannibal frá Þúfum 8,50 Þúfur
3 Þórarinn Eymundsson og Þráinn frá Flagbjarnarholti 7,72 Hrímnir - Hestklettur
4 Arnar Máni Sigurjónsson og Arion frá Miklholti 7,61 Hrímnir - Hestklettur
5 Bjarni Jónasson og Dís frá Ytra-Vallholti 7,50 Storm Rider
6 Svandís Aitken Sævarsdóttir og Fjöður frá Hrísakoti 7,61 Þúfur
Arnar Þór og Stirnir tóku flugskeiðið
Eftir skemmtilega töltkeppni var að endingu keppt í flugskeiði í gegnum Svaðastaðahöllina. Á Facebook-síðu Meistaradeildarinnar segir að ótrúlega spennandi vekringar hafi verið skráðir til leiks. Agnar Þór Magnússon stóð uppi sem sigurvegari í flugskeiði Meistaradeildar KS 2024 með Stirnir frá Laugavöllum á tímanum 4.82.
Í öðru sæti var Guðmar Hólm Líndal og Alviðra frá Kagaðarhóli á tímanum 4.83 og Mette Mannseth með Vívaldí frá Torfunesi í því þriðja á tímanum 4.94.
Þúfur sigruðu liðakeppnina nokkuð örugglega að þessu sinni með 54 stig.
Sex efstu í töltinu voru:
1 Agnar Þór Magnússon og Stirnir frá Laugavöllum 4,82 Dýraspítalinn Lögmannshlíð
2 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal og Alviðra frá Kagaðarhóli 4,83 Uppsteypa
3 Mette Mannseth og Vívaldi frá Torfunesi 4,94 Þúfur
4-5 Daníel Gunnarsson og Smári frá Sauðanesi 4,96 Þúfur
4-5 Atli Freyr Maríönnuson og Elma frá Staðarhofi 4,96 Staðarhof
6 Þórarinn Eymundsson og Gullbrá frá Lóni 4,99 Hrímnir - Hestklettur
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.