Kalt og blautt minningarmót GSS
Opna minningarmót GSS fór fram laugardaginn 22. júní í köldu og blautu veðri á Hlíðarendavelli. Tilgangur mótsins var að minnast þeirra góðu félaga sem hafa fallið frá og var keppt í punktakeppni með forgjöf og ein verðlaun voru veitt í punktakeppni án forgjafar. Að loknu móti var boðið upp á vöfflukaffi og kósý í skálanum og gaman er að segja frá því að um helmingur þátttakenda á mótinu voru afkomendur Marteins Friðrikssonar, eins af stofnfélögum klúbbsins sem hefði orðið 100 ára þennan sama dag.
Sigurvegari í opnum flokki, punktakeppni með forgjöf, var Hjalti Árnason með 37 punkta. Í öðru sæti var Guðrún Björg Guðmundsdóttir með 36 punkta og í þriðja sæti var Dagbjört Sísí Einarsdóttir, einnig með 36 punkta. Í opnum flokki án forgjafar sigraði Andri Þór Árnason með 28 punkta. Nándarverðlaun voru á 6./15. og á 3./12. og var það Andri Þór Árnason sem var næstur holu á 6./15. og Hanna Dóra Björnsdóttir var næst holu á þeirri 3./12.
Mótastjórn þakkar öllum kærlega fyrir komuna sem og KS fyrir stuðninginn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.