Íþrótta- og tómstundastarf á Blönduósi í sumar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
27.05.2021
kl. 09.39
Það verður nóg um að vera á Blönduósi í sumar þegar það kemur að íþróttum og tómstundum og hefur Blönduósbær gefið út bækling á vef sínum þar sem inniheldur upplýsingar um íþrótta- og tómstundastarf á Blönduósi sumarið 2021.
Í bæklingnum má meðal annars finna upplýsingar um æfingar hjá Skotfélaginu Markviss, opnunartíma bókasafnsins á Blönduósi, starf frjálsíþróttadeildar og knattspyrnudeildar Hvatar, reiðnámskeið hjá Galsa, vinnuskóla Blönduósbæjar, golf á Vatnahverfisvelli og margt fleira.
Það er engin afsökun fyrir því að sitja auðum höndum heima á Blönduósi í sumar, því nóg er um að vera.
Bæklinginn má nálgast hér.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.