Ísak Óli valinn fjölþrautarmaður ársins í karlaflokki
Frjálsíþróttasamband Íslands hefur tilkynnt hvaða íþróttamenn hljóti viðurkenningar fyrir árið sem er að líða sem hefur að sjálfsögðu á margan hátt verið einstakt sökum Covid. Einn íþróttagarpur frá UMSS kemst á þennan lista FRÍ en það er Ísak Óli Traustason en hann og María Rún Gunnlaugsdóttir, FH, eru fjölþrautarfólk ársins.
Viðurkenninguna fá þau fyrir árangur sinn á MÍ í fjölþrautum innanhúss. Ísak Óli hlaut 5336 stig í sjöþraut og María Rún 3965 stig í fimmtarþraut.
Á heimasíðu FRÍ segir: „Árið 2020 hefur verið óvenjulegt en það hefur ekki stoppað okkar fólk frá því að ná frábærum árangri. Þrautseigja og dugnaður er einkennandi fyrir framúrskarandi íþróttafólk og þrífst það í mótlæti eins og árið hefur verið.“
Að sjálfsögðu er ekki hægt að halda hefðbundna uppskeruhátíð vegna þjóðfélagsaðstæðna og er þess í stað viðurkenningum ársins gerð hér góð skil í máli og myndum á heimasíðu FRÍ. Smellið hér >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.