Ísak Óli Íslandsmeistari í grindahlaupi

Ísak Óli. Mynd: Mbl.is
Ísak Óli. Mynd: Mbl.is

95. meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Akureyri um helgina. Aðstæður voru krefjandi fyrir keppendur mótsins en áður hafði verið tekin ákvörðun um að allt mótið færi fram á laugardegi en samkvæmt veðurspá átti að vera óvenjulega kalt á sunnudeginum. Þeirri ákvörðun var hinsvegar snúið við til að fylgja reglugerð og að allur árangur á mótinu yrði löglegur. Aðstæður voru því erfiðar miðað við árstíma en það meðal annars snjóaði á mótinu.

Keppendur UMSS voru að sjálfsögðu á mótinu og náðu góðum árangri.

Ísak Óli Traustason varð Íslandsmeistari í 110 metra grindahlaupi en hann hljóp úrslitahlaupið á 15,05 sekúndum. Ísak varð síðan einnig í þriðja sæti í 100 metra hlaupi.

Jóhann Björn Sigurbjörnsson er að koma sér af stað eftir erfið veikindi og landaði hann öðru sæti í 200 metra hlaupi. Gaman að sjá Jóa vera farinn af stað aftur.

Stefanía Hermannsdóttir nældi sér í þriðja sætið í spjótkasti og fimmta sætið í kringlukasti.

Sveinbjörn Óli Svavarsson endaði í sjötta sæti í bæði 100 metra hlaupi og 200 metra hlaupi.

Andrea Maya Chirikadzi varð í fimmta sæti í spjótkasti og áttunda sæti í kringlukasti.

Rúnar Ingi Stefánsson lenti í sjöunda sæti í kúluvarpi.

/SMH

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir