Guðmundur atskákmeistari
Fjórir tóku þátt í atskákmóti Skákfélags Sauðárkróks sem haldið var í gærkvöldi. Á heimasíðu skákklúbbsins segir að Guðmundur Gunnarsson hafi borið sigur úr býtum með tvo vinninga og 3 stig, en Pálmi Sighvatsson var með jafnmarga vinninga og 2 stig og hlaut því annað sætið. Þriðji var Hörður Ingimarsson með einn vinning og 2 stig, en Jón Arnljótsson hlaut 1 vinning og 1 stig. Umhugsunartíminn var 25 mínútur á skákina.
Fyrstu helgina í mars mun félagið senda sveit til keppni í seinni hluta Íslandsmóts Skákfélaga, en þar er Skákfélag Sauðárkrók í öðru sæti í fjórðu deild og á þokkalega möguleika á að komast upp í þá þriðju, en þrjú efstu liðin ná þeim áfanga.
Helgina 24.-26. mars verður svo Skákþing Norðlendinga haldið á Króknum, í umsjá skákfélagsins.
Nú hafa tvær barna og unglingaæfingar verið haldnar, í Húsi frítímans, en þátttaka verið dræm. Þessum æfingum verður fram haldið og vonast eftir meiri þátttöku, en þær eru opnar og engin æfingagjöld eða mætingarskylda. Æfingarnar eru kl. 17 til 18.30 á mánudögum og er Jón Arnljótsson umsjónarmaður þeirra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.