Gígja, Brynjar Morgan og Sísi fóru á kostum
Golfarar hjá Golfklúbbi Skagafjarðar stunda sveifluna af kappi þessa dagana. Í gær fór fram á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki annað mótið í Esju mótaröðinni og þar voru það þrír ungir golfarar sem slógu heldur betur í gegn.
Niðurstöður urðu þær að Gígja Rós Bjarnadóttir (fædd 2010) sigraði kvennaflokk með 47 punkta, Brynjar Morgan Brynjarsson (fæddur 2012) sigraði karlaflokk með 47 punkta og Dagbjört Sísí Einarsdóttir (fædd 2009) sigraði opinn flokk án forgjafar með 30 punkta.
Þá fór um liðna helgi fram Opna Fisk mótið. Betri boltinn var spilað fyrri dag mótsins og svo greensome þann seinni. Alls tóku 20 lið þátt í mótinu og voru veitt verðlaun fyrir efstu fimm sætin og svo nándarverðlaun á 3/12 og 6/15 báða dagana.
Einar Haukur Óskarsson tók bæði nándarverðlaunin á laugardag og svo voru það Sigríður Elín Þórðardóttir sem vær næst holu á 3/12 og Guðrún Björg Guðmundsdóttir var næst holu á 6/15 seinni dag mótsins.
- sæti - Tveir Stuttir - 90 punktar
- sæti - Gellurnarm - 85 punktar
- sæti - SS og IO - 84 punktar
- sæti - V-12 - 82 punktar
- sæti - Ein á braut og hin úti í móa - 80 punktar
Að móti loknu var svo kvöldverður á Sauðá og dregnir voru út aukavinningar úr skorkortum keppenda.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.