Frábært veður á Sjóvá Smábæjaleikunum
Það var líf og fjör á Blönduósi sl. helgi þegar bærinn fylltist af börnum til að taka þátt í Sjóvá Smábæjaleikunum. Þetta var í 20. skiptið sem mótið var haldið og keppt var í knattspyrnu í stúlkna- og drengjaflokkum í 5.,6.,7., og 8., flokki. Mótið heppnaðist einstaklega vel og gaman að veðrið lék við foreldra og keppendur alla helgina.
Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá var að vanda en meðal þess sem í boði var var brúðuleiksýningin Með vindinum liggur leiðin heim frá Handbendi brúðuleikhúsi á Hvammstanga. Kvöldskemmtun var á laugardagskvöldinu í Félagsheimilinu á Blönduósi þar sem strákarnir í VÆB spiluðu við mikinn fögnuð þátttakenda og foreldra. Við mótslok fengu allir þátttakendur grillaðar pylsur, mótsgjöf og verðlaunapening.
Á Facebook-síðu Sjóvá Smábæjaleikanna segist Knattspyrnudeild Hvatar þakka öllum þátttakendum, foreldrum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum kærlega fyrir því án þeirra væri ekkert mót.
Pavol A Sylvia Johančíkovi tók skemmtilegar myndir af mótinu og gerði skemmtilegt vídeó úr þeim - endilega kíkið á það hér
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.