Elliði lagði Stólana

Hólmar Daði í leik með Stólunum í vor. Kappinn fékk að líta tvö gul í dag. MYND: ÓAB
Hólmar Daði í leik með Stólunum í vor. Kappinn fékk að líta tvö gul í dag. MYND: ÓAB

Tindastóll spilaði annan leik sinn í 3. deildinni í knattspyrnu í dag en leikið var í Árbænum. Mótherjinn var lið Elliða sem er b-lið Fylkis og það var heimamenn sem náðu að knýja fram sigur undir lokin. Lokatölur 1-0 og Stólarnir enn án stiga í Íslandsmótinu.

Eina mark leiksins kom á 83. mínútu en það gerði Ágúst Freyr Hallsson. Hólmar Daði Skúlason fékk að skoða gula spjaldið tvívegis hjá dómara leiksins á lokamínútunum og varð því að fara af velli. Annað rauða spjald Stólanna í tveimur leikjum liðsins.

Lið Tindastóls var án Konna, leikstjórnandi liðsins og fyrirliða, og munar um minna. Næsti leikur Stólanna er næstkomandi laugardag en þá mæta leikmenn Augnabliks úr Kópavogi á Krókinn en þeir eru með sjö stig eftir þrjá leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir