Danskir kylfingar heimsóttu Skagafjörð

Gunnar Sandholt ásamt Dönskum kylfingum. Mynd: FB-síðu GSS.
Gunnar Sandholt ásamt Dönskum kylfingum. Mynd: FB-síðu GSS.

Hópur Dana heimsótti Skagafjörð á dögunum, spilaði golf á Hlíðarendavelli og skoðaði náttúruperlur í firðinum og var heimsóknin hluti af golfferð þeirra um Norðurland. Það var Skagfirðingurinn Óli Barðdal sem fór fyrir hópnum sem samanstóð af kylfingum úr golfklúbbi í Árósum þar sem Óli þjálfar.

Kristján Bjarni Halldórsson, formaður GSS, segir að kylfingarnir hafi gist á Hlín gistihúsi en þaðan var keyrt í ævintýraferðir á hverjum morgni. Gunnar Sandholt, sem telst nú brottfluttur Skagfirðingur, tók á móti þeim dönsku í golfskálanum Hlíðarenda og gaf þeim góðgæti að hring loknum. „Danirnir voru glaðir, þakklátir og skemmtilegir. Þarna var danskurinn trakteraður á hákarl og íslensku brennivíni. Þeir létu flestir vel af og fannst hákallinn minna sig á vel þroskaðan, sterkan ost, sumir nefndu gorgonsola, aðrir á Gamle-Ole's oldefar. Létu færri í ljós hrifningu yfir brennsanum“ segir Gunnar Sandholt.

Að sögn Kristjáns Bjarna hefur völlurinn á Hlíðarenda verið vel sóttur af ferðakylfingum í sumar og er mikilvægur hluti af ferðaþjónustu í Skagafirði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir