Dagur Þór Baldvinsson nýr formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Dagur Þór Baldvinsson var kosinn formaður körfuknattleiksdeidar Tindastóls á aðalfundi deildarinnar sl. miðvikudag. Tekur hann við af Ingólfi Jóni Geirssyni. Mynd: PF.
Dagur Þór Baldvinsson var kosinn formaður körfuknattleiksdeidar Tindastóls á aðalfundi deildarinnar sl. miðvikudag. Tekur hann við af Ingólfi Jóni Geirssyni. Mynd: PF.

Ný stjórn var kosin á aðalfundi körfuknattleiksdeildar Tindastóls sem fram fór sl. miðvikudagskvöld og segir í færslu deildarinnar á Facebook-síðu hennar að ljóst var fyrir fundinn að mikil endurnýjun yrði í stjórn að þessu sinni þar sem einungis þrír aðilar úr fyrri stjórn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu.

Í nýrri stjórn sitja nú:
Dagur Þór Baldvinsson formaður
Arnar Már Elíasson gjaldkeri
Indriði Ragnar Grétarsson ritari

Meðstjórnendur
Freyja Rut Emilsdóttir
Kolbrún Marvía Passaro
Ari Freyr Ólafsson
Valgarður Ragnarsson

Varamenn
Svavar Viktorsson
Jón Hörður Elísson

Þrátt fyrir erfitt ár hvað Covidástand varðar skilaði deildin tæplega 800.000,- króna rekstrarafgangi fyrir árið 2020. 
„Fundurinn fór vel fram og fyrri stjórn var þökkuð vel unnin störf í þessu erfiða ástandi fyrir síðasta tímabil en rekstur deildarinnar fór fram úr björtustu vonum. Björn Hansen, eða Bjössi á Borg eins og flestir þekkja hann, fékk standandi lófaklapp fundargesta fyrir sitt risastóra Tindastólshjarta og þá miklu vinnu sem hann hefur unnið fyrir félagið í gegnum árin,“ segir í færslu deildarinnar á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir