Dagbjört Dögg Karlsdóttir valin Íþróttamaður USVH

Dagbjört Dögg Karlsdóttir Íþróttamaður USVH 2021. Mynd af usvh.is
Dagbjört Dögg Karlsdóttir Íþróttamaður USVH 2021. Mynd af usvh.is

Dagbjört Dögg Karlsdóttir, körfuknattleikskona, hefur verið kjörin Íþróttamaður USVH 2021. Á heimasíðu USVH kemur fram að Dagbjört hafi verið valin varnarmaður ársins í úrvalsdeild kvenna seinasta vor og er hún byrjunarliðsmaður í A landsliði Íslands. Þá varð liðið hennar, Valur, Íslands- og deildarmeistari á síðasta tímabili.

„Í dag er Dagbjört með bestu 3ja stiga nýtingu í úrvalsdeildinni og á meðal stigahæstu íslensku leikmanna deildarinnar. Hún er lykilleikmaður í Val og hefur þrisvar sinnum verið valin í lið umferðarinnar það sem af er tímabilinu og er hún með 17,22 sig að meðaltali í leik,“ segir á usvh.is.

Í 2. sæti í kjörinu varð Viktor Ingi Jónsson, knattspyrnumaður og Helga Una Björnsdóttir, hestaíþróttakona, í því þriðja.

Sökum aðstæðna í samfélaginu vegna COVID-19 verður ekki formleg verðlaunaafhending í ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir