Ástríður Helga á Skagaströnd með bestu myndina á Unglingalandsmóti UMFÍ
Ástríður Helga Magnúsdóttir á Skagaströnd fékk á föstudag afhentan glæsilegan iPhone 6S Plus síma fr á Apple fyrir bestu myndina í myndakeppni UMFÍ sem fram fór á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Ástríður tók myndina á síðasta degi mótsins og sýnir hún tvær vinkonur horfa saman á flugeldasýninguna að lokinni síðustu kvöldvökunni á Unglingalandsmótinu.
Að mati dómnefndar endurspeglar myndin þá vináttu sem einkennir mótið. Aðrir vinningshafar keppninnar voru þeir Snæþór Bjarki sem tók skemmtilegt myndband í Skallagrímsgarði í Borgarnesi en myndbrellur sem hann notaði þóttu takast afar vel. Í verðlaun hlaut Snæþór iPad Mini frá Apple.
Allir sem tóku þátt í myndakeppninni og deildu mynd eða myndbandi merktu #ULM2016 fóru í pott og gátu unnið Libratone Too hátalara frá Epli. Mynd sem Jóhannes Oddsson tók og var merkt #ULM2016 var dregin úr pottinum.
Allar myndirnar í myndaleiknum má sjá á Instagram-síðu UMFÍ undir myllumerkinu #ULM2016.
UMFÍ þakkar öllum sem þátt tóku í myndaleiknum og Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi um verslunarmannahelgina 2016
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.