Æfingar hafnar að nýju hjá Skákfélagi Sauðárkróks
Síðastliðið miðvikudagskvöld hófust skákæfingar að nýju hjá Skákfélagi Sauðárkróks eftir nærri árshlé. Á heimasíðu félagsins kemur fram að reynt hafi verið að byrja sl. haust þegar Covid-reglurnar voru mildastar en aðeins náðist að halda úti tvær æfingar sem fleiri en einn þátttakandi mætti á.
Í frétt Skákfélagsins segir að fjórir hafi mætt sl. miðvikudag og von á fleirum á næstu æfingu, en æfingarnar eru öllum opnar. Þær eru haldnar á miðvikudögum og hefjast kl. 20 á kvöldin og standa oftast til 23 en stundum lengur. Þátttakendum er frjálst að koma og fara þegar þeim hentar, því skipulagið er ekki mjög strangt. Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga, sem hófst haustið 2019 og félagið tekur þátt í, hefur ekki enn verið haldinn, en er nú á dagskrá í maí, með fyrirvara um sóttvarnastöðu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.