Nýir íbúar í Litla-Skógi
Þeir sem farið hafa um Litla-Skóg á Sauðárkróki undanfarið hafa kannski tekið eftir því að alls konar fígúrur hafa litið dagsins ljós þar. Maðurinn á bak við þær er Matěj Cieslar sem kemur frá austurfjöllum Tékklands. Matěj hefur búið á Íslandi í rúm sjö ár en síðustu tvö ár á Hjalteyri.
Hann rekur trjáhreinsunarfyrirtækið Skógarmenn ehf. og voru þeir ráðnir til að þynna og laga skóginn á Sauðárkróki og innan þessa verks gerði hann nokkrar fígúrur í trjástofna sem eru nægilega stórar eða með áhugaverða lögun. Alls hefur Matěj smíðað um 50 fígúrur á Íslandi, þar af tólf á Sauðarkróki og af þeim eru sumar meira faldar en aðrar. „Ég vonast til að gera fleiri í framtíðinni, svo framarlega sem heimamönnum líkar við þær og svo bærinn ráði mig aftur“ segir Matěj.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.