Fréttir

Stólastúlkur sigruðu Stjörnuna

Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fyrsta heimaleik í Síkinu sl. laugardag þegar þær fengu ungmennaflokk Stjörnunar í heimsókn. Lokatölur voru 85-65 fyrir Stólastúlkum og náðu þær þar með í sinn fyrsta sigur í vetur.
Meira

Deildarmyrkvinn sást vel á laugardagskvöldið

Laugardagskvöldið 28. október, fyrsta vetrardag, viðraði vel í Skagafirði og náði Elvar Már Jóhannsson þessari fallegu mynd af deildarmyrkvanum sem átti sér stað milli kl.19:35 og 20:53. Deildarmyrkvi var að þessu sinni lítill en þegar mest var hylur skuggi jarðar 6% af tunglskífunni. Tunglið lítur þá út eins og tekinn hafi verið örlítill biti úr syðsta hluta þess og náði myrkvinn hámarki um 20:15. Síðast varð tunglmyrkvi fyrsta vetrardag, þann 27. október, árið 1901 og var þá deildarmyrkvi líka, ekkert ósvipaður þeim sem sást á laugardaginn.
Meira

Ný dælustöð tengd og ekkert heitt vatn á meðan

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum segir að þann 1. nóv. kl. 10. verður unnið að tengingum í nýrri dælustöð við bæinn Marbæli. Sökum þessa verður heitavatnslaust frá Marbæli að Birkihlíð, suðurhluta Hegraness og Hofstaðaplássi frá kl. 10 á morgun 1. nóv. og fram eftir degi.
Meira

Eyþór Fannar Sveinsson hefur verið ráðinn í starf Sölu- og markaðsstjóra hjá Steinull hf.

Í fréttatilkynningu frá Steinull kemur fram að Eyþór Fannar Sveinsson hafi verið ráðin í starf Sölu- og markaðsstjóra hjá Steinull hf. Starfið var auglýst um miðjan september og sá Hagvangur um umsóknir og ráðningarferlið í samráði við Steinull og alls bárust 12 umsóknir um starfið. 
Meira

Riða í Húnaþingi vestra

Eitt skimunarsýni frá bænum Stórhóli í Húnaþingi vestra reyndist jákvætt fyrir riðu. Um er að ræða sýni úr einni tveggja vetra á, en sýni eru tekin úr öllu fullorðnu fé sem sent er til slátrunar og þau rannsökuð með tilliti til riðu. Ekki hafði borið á sjúkdómseinkennum hjá kindinni eða hjá öðrum kindum á bænum. Riða greindist síðast á bænum árið 2006 en á nágrannabæ árið 2021. Bærinn Stórhóll tilheyrir Húna- og Skagahólfi og er undirbúningur fyrir áframhaldandi aðgerðir kominn í gang.
Meira

"Skemmtilegast finnst mér að prjóna á litla fólkið í kringum mig"

Sigurbjörg Kristrún eða Kristrún eins og hún er oftast kölluð er fædd og uppalin í Skagafirði og hefur búið þar nánast allt sitt líf. Kristrún hefur unnið á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki í um 30 ár og unnið við hin ýmsu störf þar. Hún útskrifaðist sem sjúkraliði 1996 og svo sem hjúkrunarfræðingur árið 2000, Kristrún segir að hún hefði ekki getað valið betri starfsvettvang því þetta er fjölbreytt og afar gefandi starf.
Meira

Matmikil gúllassúpa og Ronjubrauð

Matgæðingar vikunnar í tbl. 6 voru Þyrey Hlífarsdóttir og Dagur Þór Baldvinsson í Víðiholti. Þau eiga þrjú börn, Evu Rún, Hlífar Óla og Baldvin Orra. Þyrey og Dagur eru bæði Skagfirðingar, Þyrey frá Víðiholti og Dagur frá Sauðárkróki. Þyrey er kennari í Varmahlíðarskóla og Dagur er hafnarstjóri Skagafjarðarhafna. Á þeirra heimili er mikið eldað af mat og höfum við gaman af því að halda matarboð og fá fjölskyldu og vini til okkar í mat. „Ef ég myndi segja að við hjónin værum jafn dugleg að elda þá væri það bara alls ekki satt. Við getum orðað það þannig að annað okkar er meira fyrir að elda matinn og hitt gerir meira af því að borða matinn,“ segir Þyrey.
Meira

Húnabyggð hlaut hvatningarverðlaun á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar

Á heimasíðu northiceland.is segir að uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi hafi farið fram í gær, fimmtudaginn 26. október, og hafa þau ferðaþjónustufyrirtæki sem eru aðilar í Markaðsstofu Norðurlands kost á að fara í þessa ferð. Uppskeruhátíðin er haldin á hverju hausti og markmiðið að skoða nýtt svæði á hverju ári. Að þessu sinni var Austur-Húnavatnssýsla fyrir valinu og fyrirtæki innan svæðisins heimsótt sem fá í leiðinni tækifæri til að kynna sig og sína starfsemi og mynda ný tengslanet innan ferðþjónustunnar. Farið var í heimsóknir til ýmissa fyrirtækja í Vatnsdal, á Skagaströnd og á Blönduósi. Auk þess voru áhugaverðir staðir skoðaðir, til dæmis nýr útsýnisstaður í Vatnsdalshólum og Þrístapar þar sem Magnús frá Sveinsstöðum sagði eftirminnilega frá síðustu aftökunni á Íslandi. 
Meira

Starfsfólk Byggðasafns Skagafjarðar tók á móti 69 þúsund gestum

Nú er öðru viðburðaríku og annasömu sumri lokið hjá Byggðasafni Skagfirðinga. Frá og með 21. október lauk formlegum opnunartímasafnsins en verður það áfram opið eftir samkomulagi í vetur. Nú skiptir starfsfólk safnsins um gír og fer að huga að haustverkum, faglegu innra starfi og láta sig hlakka til að standa fyrir skemmtilegum viðburðum fyrir nærsamfélagið.
Meira

Hugleiðing slökkviliðsstjóra í Húnaþingi vestra

Fyrir um mánuði síðan tók ég við starfi slökkviliðsstjóra hér í Húnaþingi og hef verið að koma mér inn í málin hér í sveitarfélaginu ásamt því að kynnast fólkinu, bæði hér í ráðhúsinu og strákunum í slökkviliðinu. Því eins og staðan er í dag eru eingöngu karlmenn í liðinu okkar en því þurfum við að breyta og fylgja betur tíðarandanum í þjóðfélaginu. Sl. 15 ár hafa konur komið sterkar inn, bæði í hlutastarfandi slökkviliði sem og atvinnuliði bæði erlendis og hér heima. Auglýst var um daginn eftir nýju fólki og ég vil hvetja fólk af öllum kynjum til að sækja um og bind ég vonir um að við fáum fjölbreyttari hóp inn fyrir árið 2024.
Meira