Fréttir

Emanuel og Alejandro hækka hitastigið í Húnavatnssýslum

Einhverjar mannabreytingar eru í gangi hjá liði Kormáks/Hvatar þessa dagana. Spánski miðjumaðurinn Jorge Garcia Dominguez ákvað á dögunum að halda heim á leið og því hefur stjórn Kormáks Hvatar haft hraðar hendur með að fá inn nýjan mann í hans stað. Sá heitir Emanuel Nikpalj og hefur áður leikið hér á landi, síðast með Þór frá Akureyri árið 2020 í Lengjudeildinni, segir í frétt á Aðdáendasíðunni góðu.
Meira

Söguganga í Vatnsdalshólum

Söguganga eftir gamla þjóðveginum í gegnum Vatnsdalshólana, sem var aflagður sem þjóðbraut 1937, verður farin laugardaginn 3. ágúst næstkomandi. Þessi vegur var opnaður sem gönguleið síðasta sumar og er hægt að fara út í Þrístapa við landamerkin efst í Hólunum.
Meira

Þórgunnur varð Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum

Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum fór fram á félagssvæði Fáks í Reykjavík nú um helgina. Þórgunnur Þórarinsdóttir, Hestamannafélaginu Skagfirðingi, varð þá Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum í ungmennaflokki á Djarfi frá Flatatungu.
Meira

Helga Margrét heimsmeistari í Kínaskák

Í dag er síðasti dagskrárdagur Elds í Húnaþingi og þar hefur verið bryddað upp á einu og öðru. Nú á föstudaginn fór heimsmeistaramótið í Kínaskák til að mynda fram á Hvammstanga en metþátttaka var í mótinu því alls tóku 80 manns þátt. Það eru meira en helmingi fleiri þátttakendur en í fyrra og kom mótshöldurum í opna skjöldu svo að opna varð inn í annan sal.
Meira

Eldað í Air-fryer - blómkálsvængir og kanilsnúningar

Þá er komið að því að kynna tvo nýja rétti sem hægt er að græja í air fryer og verður boðið upp á blómkálsvængi með hlynsírópsgljáa og kanilsnúninga…. Mmmmm nammi namm...
Meira

Húnvetningar fjarlægjast fallbaráttuna

Það var mikil hátíð á Hvammstanga í dag þegar lið Kormáks/Hvatar tók á móti knattspyrnukempum Fjallabyggðar (KF) í 2. deildinni og það í miðjum Eldi í Húnaþingi. Það var ekki til að slá á gleðina að heimamenn nældu í öll stigin og klifruðu upp úr tíunda sætinu í það áttunda og eru nú í sjö stiga fjarlægð frá fallsæti. Lokatölur 3-1.
Meira

Girðing sprettur upp umhverfis kirkjugarðinn á Króknum

Þeir sem hafa átt erindi upp á Nafirnar ofan Sauðárkróks hafa væntanlega tekið eftir því að þar eru í gangi framkvæmdir við girðinguna umhverfis kirkjugarðinn. Steypta girðingin austan megin garðsins hefur verið felld og fjarlægð og sama gildir um trégirðinguna. Nú er búið að steypa undirstöður fyrir nýja girðingu og framkvæmdir hafnar við að koma þeirri nýju fyrir.
Meira

Fótbolta fegurðarsýning á Króknum

Lið Tindastóls og KH-inga af Hlíðarenda mættust í þriðja sinn í sumar á Króknum í dag. KH vann fyrri leik liðanna í 4. deild en Stólar sendu þá kumpána úr keppni í Fótbolta.net bikarnum nýlega í jöfnum leik. Stígandi hefur verið í leik Stólanna í sumar og í dag voru þeir mun sterkara liðið og spiluðu oft á tíðum hreint glimrandi fótbolta og uppskáru verðskuldaðan 4-1 sigur. Settust þar með á topp 4. deildar en hafa leikið leik meira en lið Ýmis.
Meira

Mexíkósúpa og gamaldags karamella

Það er Inga Jóna Sigmundsdóttir sem er matgæðingur Feykis í tbl 33 í fyrra. Inga er fædd á því herrans ári 1970 og er alin upp á besta staðnum, Sauðárkróki, eins og hún orðaði það sjálf. Þar hefur hún alltaf búið fyrir utan fjögur ár, tvö ár á Akranesi og tvö ár í Moelven í Noregi. Inga er leikskólaliði á leikskólanum Ársölum og á fjögur börn, Sævar 27 ára, Ásrúnu 26 ára, Eyþór 19 ára og Evu Zilan 11 ára. 
Meira

Valdís Ósk Óladóttir ráðin í starf ráðgjafa í barnavernd hjá Skagafirði

Á vef Skagafjarðar segir að Valdís Ósk Óladóttir hefur verið ráðin í starf ráðgjafa í barnavernd á fjölskyldusviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Valdís er með BSc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Valdís Ósk hefur góða þekkingu á barnaverndarlögunum og skrifaði meistaraprófsritgerð sína um réttindi barna og þvingunarúrræði skv. barnaverndarlögum. Samhliða námi sínu hefur Valdís Ósk starfað hjá Barna- og fjölskyldustofu og á meðferðarheimilinu Krýsuvík og öðlast þar reynslu í ráðgjöf og vinnslu barnaverndarmála.
Meira