Zoran Vrkic á Krókinn og Massamba sendur heim
Nú um áramótin verður gerð breyting á karlaliði Tindastóls í körfuboltanum þar sem hinn eitilharði varnarmaður, Thomas Massamba, heldur heim á leið en í hans stað kemur hinn tveggja metra Króati, Zoran Vrkic.
Á Facebooksíðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að Zoran þessi þyki góður skotmaður og reynslumikill leikmaður sem hefur m.a. spilað í efstu deildum á Spáni og Grikklandi. Hann er fæddur 1987 og því á 35. aldursári. Það er vonandi að þessi risi smellpassi í Stólana og leiki jafn öfluga vörn og þann sóknarbolta sem hann sýnir í meðfylgjandi myndbandi.
Af öðrum tíðindum úr herbúðum Tindastóls þá heilsast þeim fjórum, er smituðust af Covid fyrir jól, vel og komið hefur verið í veg fyrir frekari útbreiðslu með viðeigandi sóttvarnaraðgerðum, samkvæmt því sem fram kemur á FB-síðu deildarinnar.
Hér fyrir neðan má sjá nokkur vel valin augnablik úr leikjum Zoran Vrkic.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.