Ýsukæfa og indverskur karrýkjúklingur
Hjónin Hilmar Þór Hilmarsson og Sædís Gunnarsdóttir töfruðu fram girnilegar uppskriftir í febrúar 2007 og birtust í Feyki, sem eru vel þess virði að prófa nú sem þá. Hilmar og Sædís skoruðu á Zophonías Ara Lárusson og Katrínu Benediktsdóttur að koma með uppskriftir sem birtust síðar í blaðinu.
Ýsukæfa
Mjög góður réttur sem er bæði hægt að hafa sem forrétt eða aðalrétt.
1 kg. soðin ýsa.
200 gr. sýrður rjómi.
200 gr. majónes.
200 gr. rækjusmurostur.
2 dl. púrra
21/2 dl. dill (1 msk. þurrt).
¼ tsk. pipar.
1 tsk. aromat.
2 msk. sætt sinnep.
8 matarlímsblöð.
2 msk. rjómi eða sítrónusafi.
1. Matarlímsblöðin brædd og kæld með rjómanum/sítrónusafanum.
2. Allt mixað saman nema matarlímið.
3. Matarlíminu bætt í.
4. Látið í form og kælt í 12 klst.
Spergilsósa
1 dós grænn spergill.
1 dós majónes.
1 dós sýrður rjómi.
Salt, pipar, sítrónusafi. Þetta er borið fram með ristuðu brauði.
Indverskur karrýkjúklingur
4-6 kjúklingabringur.
6 hvítlauksrif.
1 msk. engiferrót.
4 msk. indverskt karrý milt.
Salt og pipar.
1 dós sýrður rjómi.
1 peli rjómi.
1 lítil flaska tómatsósa.
Krydd+tómatsósa hrært saman. Kjúklingabitarnir skornir í bita og velt upp úr kryddblöndunni og steiktir á pönnu þar til þeir er orðnir brúnir. Síðan er rjómanum og sýrða rjómanum bætt út í og látið malla í 10 mín. Gott er að hafa með þessu hrísgrjón og ferskt salat. Síðan ætlum við að láta fylgja með uppskrift af brauði sem er mjög gott með þessum rétti.
Bínubrauð
4tsk þurrger
5 dl. mjólk.
2 msk. olía.
2 msk. sykur.
1 tsk. gróft salt.
600 gr. hveiti.
Látið hefast í 45 mín. Gott er að skera deigið í ferninga og baka í ofni og setja síðan hvítlaukssmjör á það heitt og bera strax á borð.
Daim-ísterta
Botn:
3 eggjahvítur + 2 dl af sykri hrært vel saman. 1 dl af möndlum bætt út í og sett í eldfast mót og bakað í 20-30 mín. við 180°c og síðan kælt.
Krem:
3 eggjarauður +35 gr af sykri hrært vel saman síðan er sett út í 21/2 dl þeyttur rjómi. Daimkúlum eftir smekk bætt út í. Þetta er sett ofan á botninn og sett í frysti og tekið út 20 mín. fyrir notkun.
Verði ykkuur að góðu
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.