Vissir þú að á Sauðárkróki leynist lítið fjölskyldufyrirtæki sem er að hanna og smíða fallega heimilismuni?
Já þó maður búi í litlu samfélagi og maður heldur að maður viti allt sem er að gerast þá er það langt frá því að vera þannig.
Ég var nefnilega að uppgötva fyrir stuttu síðan að hjónin Magnús Freyr Gíslason, arkitekt, og Kolbrún Dögg Sigurðardóttir, kennari, stofnuðu fyrirtækið Gagn haustið 2016. Þau eru nú komin með nokkra ótrúlega fallega muni í sölu sem eru ekkert annað en skyldueign á hverju einasta heimili á landinu. Þá er nýjasta varan þeirra, spegillinn, einstaklega „lekker“ og er hægt að fá hann úr bæði eik og hnotu.
Ég mæli með því að kíkja inná heimasíðuna þeirra www.gagn.is og skoða þetta allt nánar og hafa það í huga að það eru jú alveg að koma jól og því um að gera að setja þetta á gjafalistann sinn.
Kveðja Sigga sigga sigga
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.