Vísindi og grautur Menningarstofnanir og innflytjendur
Menningarstofnanir og innflytjendur. Hlutverk menningarstofnana gagnvart aðlögun innflytjenda og samþættingu að sögn stjónenda menningarstofnana. Forskriftir innflytjendastefnu stjórnvalda og tengsl við norrænar áherslur og stefnu Evrópusambandsins.
Kynning á MA verkefni í menningar- og menntastjórnun.
Friðbjörg Ingimarsdóttir flytur fyrirlestur við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum föstudaginn 30.1. n.k. kl. 11:30 og fer hann fram í skólahúsinu á Hólum.
Friðbjörg mun í fyrirlestrinum kynna MA verkefni sitt í menningar- og menntastjórnun, sem hún hefur nýlokið við Háskólann á Bifröst.
Friðbjörg Ingimarsdóttir er framkvæmdastýra Hagþenkis félags höfunda fræðslurita og kennslugagna.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og eftir hann er hægt að kaupa hádegisverð að hætti Hólamanna.
Allir hjartanlega velkomnir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.