Vinsæll og einfaldur kjúklingaréttur og dýrindis eplakaka
Inga Skagfjörð og Jón Gunnar Helgason voru matgæðingar Feykis í 7. tbl. ársins 2017. „Við verðum að taka áskorunni frá Gígju og Helga og komum hér með nanbrauð og indverskan kjúklingarétt sem er vinsæll á okkar stóra heimili með fimm börnum, þar af fjórum á leikskólaaldri. Ekki er verra að hann ereinfaldur og fljótlegur,“ segir Inga. „Svo er eplakakan hennar Erlu systur góð við öll tilefni sem eftirréttur, einnig fljótleg og þægileg.“
AÐALRÉTTUR
Indverskur kjúlli
4 kjúklingabringur, kryddaðar með salti, pipar og olíu settar inn í ofn í u.þ.b. 30 mín á 180°C.
Sósa:
Mango chutney, hálf krukka
2 msk karrý
2 tsk tandori
1 grænn banani
rúsínur
½ l matreiðslurjómi.
Aðferð:
Bananinn brytjaður i hæfilega bita, síðan er allt hitað saman i potti, hellt yfir kjúllann þegar u.þ.b. 15 mín eru eftir af eldunartímanum.
Mjög gott að hafa nanbrauð með, hrísgrjón og salat.
Nanbrauð
3 dl hveiti
1½ dl ab mjólk
1 msk olía
½ tsk salt
1 tsk lyftiduft.
Brauðið flatt úr í u.þ.b. 6-8 kökur og steikt.
EFTIRRÉTTUR
Eplakaka
170 g mjúkt smjör
170 g hveiti
170 g sykur
1 egg
1 tsk lyftiduft
Aðferð:
Öllu blandað saman og sett i stórt form. Eplaskífum raðað ofan á, kanil og kókos stráð yfir. Ekki er verra að setja súkkulaðispæni líka. Bakað við 180°C i u.þ.b.40 mín.
Mjög góð með ís eða rjóma.
Njótið vel.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.