Vinna hafin við leikskólann Árkíl

Á forsíðu Feykis  segir frá því að K-tak átti lægsta tilboð í jarðvinnu, undirstöður og botnplötu við leikskólann  Árkíl á Sauðárkróki. Framkvæmdir eru nú hafnar og er gert ráð fyrir að leikskólinn verði tilbúinn í mars-apríl árið 2010.

Tilboð K-taks hljóðar upp á kr. 40.128.860 en kostnaðaráætlunin var kr. 54.032.138. Aðrir sem buðu í verkið voru Trésmiðjan Ýr ehf, kr. 44.282.230, Friðrik Jónsson ehf., kr. 45.796.940 og Trésmiðjan Borg, eignarhaldsfélag ehf, kr. 51.670.738.

Að sögn Gunnars Braga Sveinssonar  formanns byggðaráðs er verið að skoða hvaða leiðir verða farnar í framhaldinu með uppbyggingu leikskólans. Það mun skýrast á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir