Viltu finna milljón?

Leikfélag Hólmavíkur leggur af stað í leikferðalag með gamanleikinn Viltu finna milljón? eftir Ray Cooney í leikstjórn Arnars S. Jónssonar.

Næstu sýningar verða sem hér segir;
Fimmtudaginn 22. maí í félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 20:00.
Föstudaginn 23. maí í félagsheimilinu í Hrísey kl. 20:00.
Laugardaginn 24. maí í Allanum Siglufirði kl. 20:00.
Leikendur í farsanum eru Einar Indriðason og Ester Sigfúsdóttir (frá Siglufirði), Gunnar B. Melsted, Úlfar Örn Hjartarson, Ingibjörg Emilsdóttir, Jón Jónsson, Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Matthías Sævar Lýðsson. Auk þeirra kemur fjöldi annarra að uppsetningunni.

Þetta er sýning sem enginn má láta fram hjá sér fara!

VINSAMLEGA LÁTIÐ ORÐIÐ BERAST.....
Frekari upplýsingar eru hjá Hildi í síma 661-2010 og á netfanginu hildur@holmavik.is

Rétt er einnig að vekja athygli á því að Leikfélag Hólmavíkur hefur haslað sér völl á samskiptavefnum Facebook og langar gjarnan til að eignast fleiri vini á þeirri ágætu síðu :)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir