Viljayfirlýsing undirrituð um uppbygging fjölskyldugarðs á Sauðárkróki
Í síðustu viku var skrifað undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu fjölskyldugarðs á Sauðárkróki milli Svf. Skagafjarðar og Kiwanisklúbbsins Freyju. Markmið fjölskyldugarðsins er að stuðla að ánægjulegum samverustundum barna og foreldra og um leið að efla útiveru og hreyfingu í anda heilsueflandi samfélags.
Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að hönnun og afmörkun svæðisins verði á þess vegum í samstarfi við klúbbinn en þar er gert ráð fyrir leiktækjum og annarri aðstöðu fyrir alla aldurshópa.
Skipulags- og bygginganefnd hefur gefið út framkvæmdaleyfi fyrir reisingu aparólu á svæði austan Gilstúns á Sauðárkróki en verkefnið um fjölskyldugarð á Sauðárkróki hefur nokkurn aðdraganda. Í október 2020 mættu fulltrúar Kiwanisklúbbsins Freyju á fund umhverfis- og samgöngunefndar og kynntu hugmyndir af garðinum ásamt áformum um uppsetningu fyrstu leiktækja. Hugmyndir Freyjanna voru að fleiri fyrirtæki og félagasamtök geti tekið þátt í verkefninu með því að leggja til tæki og/eða byggingar á svæðið sem þeir geti merkt sér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.