Vildi reisa íbúðargámabyggð við Freyjugötu
feykir.is
Skagafjörður
15.07.2010
kl. 11.14
Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar hafnaði á fundi sínum í gær umsókn Ágústs Andréssonar fyrir hönd kjötafurðarstöðvar KS þar sem sótt var um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir sem staðsettar yrðu syðst á bílaplani gamla bílaverkstæðisins við Freyjugötu.
Var um að ræða 15 einingar og er samtals flatarmál þeirra um 330 fermetrar. Sótt var um stöðuleyfi og framlengingu á því meðan lóðin er ekki notuð fyrir annað. Skipulags- og byggingarnefnd hafnaði erindinu þar sem nefndin sér sér ekki fært að veita leyfi fyrir íbúagámabyggð inni á íbúðarsvæðum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.