Viðgerð á stigahúsi Húnaskóla að ljúka

Snillingar að störfum. MYND AF SÍÐU HÚNASKÓLA
Snillingar að störfum. MYND AF SÍÐU HÚNASKÓLA

Á heimasíðu Húnaskóla á Blönduósi er sagt frá því að nú er verið að ljúka viðgerð á stigahúsinu í skólanum. Til að kóróna verkið bjó Inese, myndmenntakennari og snillingur (eins og segir á síðunni), til skapalón með stöfum Húnaskóla og hún og Ástmar málari máluðu nafn skólans á stigahúsið í dag.

„Okkur finnst þetta koma virkilega vel út hjá þeim!“ segir síðan í fréttinni og það má sannarlega taka undir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir