VG vilja afturkalla sameiningu heilbrigðisstofnanna

-Við setjum það á oddinn að stöðva þau mál og endurskoða. Sums staðar getur þetta verið skynsamlegt en annars staðar ekki. En þetta ferli verður stöðvað og málið yfirfarið í heild sinni og í þetta sinn í samvinnu við heimafólk, segir Jón Bjarnason, þingmaður VG í samtali við Feykir.is.

 

Jón segist vera nokkið bjartsýnn á að ný ríkisstjórn verði myndið í dag og þá minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna með stuðningu Framsóknarflokksins.

Ert þú að fara að verða ráðherra?  -Það er allt í óvissu með það enda er það ekki meginmálið. Meginmálið er að koma á stjórn og kjósa síðan sem allra allra fyrst. Það er okkar krafa þannig að þjóðin geti gert upp við fortíðina og kosið sér stjórn sem tekst á við þessi risavöxnu verkefni sem framundan eru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir