Vetrarleikar í Tindastól
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
28.01.2009
kl. 08.39
Vetrarleikar verða haldnir á skíðasvæði Tindastóls helgina 27. febrúar til 1. mars. Er hátíðin ætluð börnum jafnt sem fullorðnum sem eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á skíðum, brettum, snjó og skemmtun.
Leikarnir eru hugsaðir fyrir þátttakendur frá smærri bæjum á Norðurlandi og verða einkum kynntir hér Norðanlands. Þessa dagana er unnið hörðum höndum að undirbúningu hátíðarinnar og dagskrá, þátttökugjöld og fleira kynnt þegar nær dregur.
Áhersla verður lögð á þátttöku og virkni barna og fullorðna. Sett verður upp ævintýraleg þrautabraut ásamt hefðbundnari svigbrautum og fleira.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.