Verzlun Haraldar Júlíussonar lokar

Bjarna Har er ekki lengur að finna bak við búðarborðið og og brátt lýkur viðveru Kiki, sem afgreitt hefur í versluninni nokkur misseri. Mynd: PF.
Bjarna Har er ekki lengur að finna bak við búðarborðið og og brátt lýkur viðveru Kiki, sem afgreitt hefur í versluninni nokkur misseri. Mynd: PF.

„Allt hefur sinn tíma...,“segir á Fésbókarsíðu Verzlunar Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki, sem nú hefur starfað í rúma öld en lýkur nú brátt göngu sinni. Í tilkynningunni segir að Verzluninni verði lokað frá og með 31. mars nk.

„Fram að þeim tíma verða nær allar vörur í versluninni seldar með 50 prósent afslætti svo unnt er að gera þar góð kaup. Eins og kunnugt er á verslunin fáa sér líka og þar fæst nánast allt milli himins og jarðar í anda Bjarna Har. Við vonumst til að sjá ykkur öll.
Með vinsemd og þökk, Guðrún Ingibjörg, Helga, Lárus Ingi og Kirsten.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir