Vel heppnaður þjóðhátíðardagur í Húnaþingi vestra
Það var hátíðardagskrá í Húnaþingi vestra í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní. Dagskráin hófst með hátíðarmessu í Hvammstangakirkju kl. 13, þá var skrúðganga frá kirkjunni að félagsheimilinu þar sem við tók hátíðardagskrá og samverustund.
Hátíðarræðu flutti Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir en fjallkonan, Eygló Hrund Guðmundsdóttir, flutti ljóð. Þá flutti Kirkjukór Hvammstangakirkju lög sem helguð voru þjóðhátíðardeginum.
Samverustund við félagsheimilið hófst kl. 15 en þar var teymt undir börnum á hestbaki, boðið var upp á andlitsmálningu, það mátti finna hoppukastala fyrir þá yngstu og börn og unglingar gátu tekið þátt í ýmsum þrautum. Þá héldu nemendur, sem verða í 10. bekk næsta vetur, úti sjoppu en þar mátti m.a. krækja í grillaðar pylsur eða nýbakaðar vöfflur.
Myndirnar sem eru hér með fréttinni tók Guðmundur Haukur Sigurðsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.