Varað við tjörublæðingum í malbiki

Vegagerðin varar við verulegum tjörublæðingum í malbiki á vegum í Borgarfirði, Húnavatnssýslum og í Skagafirði. Eru ökumenn því hvattir til að hægja vel á sér þegar þeir mæta öðrum bílum þar sem hætta getur skapast af steinkasti. 

Að öðru leyti er að mestu greiðfært á svæðinu en þó er hálka og éljagangur á Öxnadalsheiði og hvassviðri á Siglufjarðarvegi að því er segir á vef Vegagerðarinnar, vegagerdin.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir