Var að ljúka við að prjóna hestalopapeysu á ömmustelpuna mína sem fermist í vor

Björg Þorgilsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík ásamt sjö systkinum. Hún bjó lengst af í Ásgarði í Fossvoginum og gekk í Breiðagerðisskóla og Réttarholtsskóla.

Í dag býr Björg á Blönduósi en hefur búið í Austur-Húnvatnssýslu í 44 ár en áður bjó hún á Sveinsstöðum í Húnavatnsshreppi þar sem sonur hennar og tengdadóttir stýra nú búi. Hún á fjögur börn en auk sonar hennar á Sveinsstöðum búa tvö börn á Blönduósi en yngsta dóttirin býr í Reykjavík. Björg á níu barnabörn og þrjú barnabarnabörn, og bráðum verða þau fjögur.

  • Hve lengi hefur þú stundað hannyrðir? Ég byrjaði ung í handavinnu með ömmu að prjóna og sauma út og átti margar gæðastundir með henni alla hennar tíð. Handavinna hefur verið partur af lífi mínu alla tíð.
  • Hvaða handavinna þykir þér skemmtilegust? Allaveganna prjón og útsaumur þykir mér skemmtilegast
  • Hverju ertu að vinna að þessar mundir? Ég er mjög oft með fingravettlinga á prjónunum eins og núna og er líka með nokkur önnur verkefni í gangi. Ég var t.d að ljúka við að prjóna hestalopapeysu á ömmustelpuna mína sem fermist í vor og ætlar að láta taka fermingarmyndir af sér í henni.
  • Hvar fékkstu hugmyndina? Hún átti hugmyndina sjálf, hún sá mynd á instagram og ég bauðst til að prjóna peysuna fyrir hana.
  • Hvaða handverk sem þú hefur unnið ertu ánægðust með? Ég er ánægðust með alla fingravettlingana sem ég hef prjónað en þau skipta tugum pörin sem ég hef prjónað, þetta er mynstur frá langömmu barnanna minna. Ég er einnig rosalega ánægð með svörtu rósóttu peysuna sem ég prjónaði á son minn síðastliðinn vetur, en ég prjónaði hana eftir peysu sem amma mín prjónaði á son sinn fyrir um 50 árum síðan.

Áður birst í 16. tbl. Feykis 2021.  

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir