Uppskeruhátíð Svörtu Sauðanna

Nemendur 10. bekkjar Grunnskólans austan Vatna hafa í vetur unnið að þróunarverkefni í samstarfi við Kjötafurðastöð KS og fjölda gestakennara. Verkefnið gekk út á að krakkarnir bjuggu til og markaðssetu rétti búna til úr hráefni sem annars væri lítið eða ekki notað. Afrakstur vinnu sinnar kynntu krakkarnir fyrir gestum sínum á Hólum í gærkvöld.

 

 

Það var Ólafur Jónsson sem var krökkunum innan handar með hönnun og þróun á réttunum og var gestum í gær boðið upp á. Blóðrauðan perlandi þorradrykk með gosi.

Ávaxtafyllt lambahjörtu borin fram með sykursteiktum rófum, bústnu brokkolí og ávaxtarjómasósu.

Víkingarif það er lambarif í BBQ sósu og í desert var súrmjólkurfrómas með karamellu og krókant í ananashreiðri.

Það var Rita Didriksen sem hafði veg og vanda að verkinu og fá til þess gestakennara.  

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir