Uppskeruhátíð sunddeildar Tindastóls
Uppskeruhátíð sunddeildar Tindastóls fór fram í gær, 28.jan á Ólafshúsi og tókst vel. Húsið sprakk og voru vandræði með að koma öllum fyrir.
Öllum iðkenndum hjá Sunddeild Tindastól var afhent gjöf frá deildinn og í þetta skipti var það handklæði með merki deildarinnar og nafni sundmannsins.
Sérstakar viðurkenningar fengu eftirfarandi:
Sem sundmaður Tindastóls 2008 varð Steinunn Snorradóttir fyrir valinu.
Viðurkenningu fyrir bestu ástundunina fékk Friðrik Ingimundarson
Viðurkenningu fyrir mestu prúðmennskuna fékk Eva Margrét Hrólfsdóttir
Viðurkenningu fyrir mestu tæknilegu framfarirnar fékk Fríða Rún Jónsdóttir.
Sýndar voru myndir frá ferð sunddeildarinnar til Benidorm á Spáni í september 2008.
Síðan var gengið til að klára alla framleiðslu Ólafshúss á pizzum og tókst það næstum því.
/Tindastóll.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.