Uppsetning nýju vatnsrennibrautanna hafin

„Nú er allt að gerast“ sagði Mummi í Íþróttamiðstöðinni þegar fréttaritari Húna.is kom við hjá honum til að spyrja hann út í framkvæmdir við nýju sundlaugina á Blönduósi. Í gær komu 4 fjörutíu feta gámar sem innihéldu nýju vatnsrennibrautirnar og var að sjálfsögðu hafist handa við að tæma þá þannig að hægt væri að hefjast handa við uppsetninguna.

Uppsetningin hófst formlega í fyrradag en fyrir voru Stígandamenn búnir að steypa niður undirstöðurnar sem samanlagt vega hátt í 100 tonn þannig að brautirnar ættu að þola „blessaða“ norðanáttina hér á Blönduósi. Nokkrar myndir fylgja þannig að brottfluttir geti fylgst með framkvæmdum og látið sig hlakka til þegar þeir flykkjast á Húnavöku í sumar.

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir