Unglingalandsmótsvikan hafin!

Nú er Unglingalandsmótsvikan hafin og undirbúningur fyrir mótið í fullum gangi. Heimamenn eru hvattir til þess að taka þátt í dagskránni um helgina, en hún er opin öllum og næg afþreying fyrir alla fjölskylduna.

Heimamenn eru einnig hvattir til þess að taka til á sínu svæði, í kringum húsið og garðinn, enda búist við í kringum 10 þúsund gestum í bænum okkar um helgina.

Hitað verður upp fyrir Unglingalandsmótið með opnum æfingum í dag í frjálsum og strandblaki. Opin frjálsíþróttaæfing verður kl. 17:30 og strandblaksæfing kl. 19:30. Einnig verður kynning á bogfimi í reiðhöllinni á milli kl. 17-20 alla daga fram að móti.

Hægt er að fylgjast með undirbúningi og dagskrá mótsins inni á vef UMFÍ og Facebook síðu UMSS.

Ljósm./Pálína Ósk Hraundal

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir