Unglingaflokkur mætir Val - tvisvar.

Halli Dóra hefur látið klippa sig síðan þessi mynd var tekin og fórnaði drengurinn "dúinu" fyrir fremingarútlitið.

Unglingaflokkur Tindastóls í körfuknattleik leikur tvo leiki gegn Valsmönnum í kvöld föstudag og á morgun laugardag. Föstudagsleikurinn er í bikarkeppninni, en laugardagsleikurinn í Íslandsmótinu.

Leikurinn í kvöld  hefst kl. 19.00 og er í 16-liða úrslitum bikarkeppninngar. Laugardagsleikurinn er kl. 16.00 og er í Íslandsmótinu eins og áður sagði.

Valsmenn eru með hörkulið í þessum flokki og má búast við líflegum leikjum þar sem okkar menn ætla ekki að gefa neitt eftir.

Á heimasíðu Tindastóls er það sérstaklega tekið fram að þeir Halli og Simmi er nýbúnir að láta klippa sig og bara það ætti að vera nóg til að fylla húsið og eins að Hreinsi sé ákveðinn í því að láta ekki rassskella sig!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir