Umsóknafrestur í V.I.T. lengdur um nokkra daga

Ákveðið hefur verið að bjóða 16-18 ára ungmennum í sveitarfélaginu Skagafirði að sækja um vinnu í sérstöku átaksverkefni sem ætlunin er að hefjist í júní.

Þau ungmenni sem hafa sótt um vinnu og fengið neitun geta sótt í verkefnið. Eingöngu verður tekið við rafrænum umsóknum sem hægt er að nálgast hér að neðan. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti mánudaginn 24.maí og verða fyrst um sinn í boði 20 störf. Verkefnastjóri er Árni Gísli Brynleifsson og yfirmaður Vinnuskólans , þar sem verkefnið er fóstrað, er Stefán Arnar Ómarsson. Hægt er að senda inn fyrirspurnir á netfangið  ag@skagafjordur.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir