Umhverfisátak Fisk Seafood og Smára

Fisk Seafood hefur ákveðið að styrkja iðkendur Ungmenna- og íþróttafélagsins Smára með því að bjóða þeim merkta fótboltakeppnisbúninga og upphitunartreyju þeim að kostnaðarlausu.

Í staðinn vill Fisk Seafood fá iðkendur Smára með sér í umhverfisátak dagana 22. og 23. júní nk. þar sem lögð verður áhersla á að fegra nærumhverfið með því að tína rusl.

Þetta kemur fram á Facebook síðu UÍ Smára.

Fisk Seafood styrkti knattspyrnudeild Tindastóls með sama hætti í vor.

/SMH

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir