UMHVERFIÐ ÞITT SES

Ný stofnuð sjálfseignarstofnun UMHVERFIÐ ÞITT SES. (YOUR ENVIRONMENT) hefur það markmið að stuðla að því að Skagafjörður verði í fararbroddi  þegar kemur að umhverfismálum.

Að Skagafjörður verði miðstöð menntunar og rannsókna á sviði umhverfisfræða á Íslandi; meðal annars með stuðningi við rannsóknir, kennslu og útgáfu námsefnis því tengdu. Verkefni þessi verða sett af stað með samvinnu við einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Nú þegar er unnið að tengingu við erlenda aðila sem að verkefnum geta komið.

Að leitað verði samstarfs við skólayfirvöld um að koma á heilsteyptu námi í umhverfisfræðum á öllum skólastigum.

Að tengja saman atvinnulíf og skóla undir formerkjum umhverfismála og umhverfisvitundar.

Meðal fyrstu verka UMHVERFIÐ ÞITT SES. verður að hlutast til um að á Sauðárkróki verði stofnað UMHVERFISSETUR ÍSLANDS sem m.a. mun nýtast sem upplýsingabanki fyrir öll skólastig, rannsóknarsetur og alla þá sem áhuga hafa á umhverfisfræðum. Í framtíðinni er stefnt að því að ráða verkefnisstjóra til að halda utan um og skipuleggja starf stofnunarinnar.

UMHVERFIÐ ÞITT SES. hefur á að skipa sjö manna stjórn og tvo til vara sem í eru eftirfarandi aðilar:

Ágúst Andrésson      
Gunnar Bragi Sveinsson, formaður
Gunnlaugur Sighvatsson
Lilja Pálmadóttir     Til vara:
Pétur Friðjónsson    Málfríður Haraldsdóttir   
Skúli Skúlason    Ingi Friðbjörnsson
Unnar Ingvarsson, ritari
Þeim einstaklingum, félögum og fyrirtækjum sem vilja leggja málinu lið er frjálst að leggja fé til stofnunarinnar, að lágmarki kr. 5.000.
Umhverfið þitt ses kt. 411208 - 0360
Bankareikningur: 1125 - 26 - 4112

Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið:
petur@saudarkrokur.net

aðilar sem m.a. koma að verkefninu:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir