UMFÍ verðlaunar USAH fyrir gott samstarf í héraðinu

Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, Snjólaug María Jónsdóttir, formaður USAH, og Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Aðsend mynd.
Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, Snjólaug María Jónsdóttir, formaður USAH, og Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Aðsend mynd.

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (USAH) hlaut á laugardag Hvatningarverðlaun UMFÍ fyrir verkefni sem stuðlað hefur að góðu og árangursríku samstarfi á milli ungmennafélaganna Hvatar á Blönduósi og Fram á Skagaströnd.

Í tilkynningu frá UMFÍ segir að samstarfið feli í sér sameiginlegar æfingar félaganna í frjálsum, körfubolta og knattspyrnu með Kormáki á Hvammstanga og Tindastóli á Sauðárkróki og fara æfingar fram á öllum svæðum, þ.e. Blönduósi, Hvammstanga Skagaströnd og Sauðárkróki.

„Snjólaug Jónsdóttir, formaður USAH, tók á móti Hvatningarverðlaununum fyrir hönd sambandsins á sambandsráðsfundi UMFÍ, sem fram fór á Höfn í Hornafirði á laugardag. Fundinn sóttu rúmlega 40 fulltrúar sambandsaðila UMFÍ af öllu landinu og var þar rætt í þaula sem getur skipt sköpum fyrir þróun íþróttamála í framtíðinni.

Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, afhenti henni verðlaunin ásamt Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ.
Snjólaug segir æfingarnar hafa gengið mjög vel og batnað með árunum,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir