Umferðareftirlit úr lofti í Húnavatnssýslum
Um helgina mun Landhelgisgæslan aðstoða lögregluna á Blönduósi við umferðareftirlit á þjóðvegum og hálendi umdæmisins. Fylgst verður úr lofti með ökuhraða og aksturslagi ökumanna og akstri vélknúinna farartækja um hálendið.
Markmiðið er að efla öryggi vegfarenda og vernda náttúru umdæmisins fyrir utanvegaakstri. Um er að ræða samstarfsverkefni embættanna í samráði við ríkislögreglustjóra.
Landhelgisgæslan mun einnig halda björgunaræfingu með björgunarsveitum Landsbjargar við höfnina á Blönduósi, laugardaginn 17. júlí kl. 16:15 og mun björgunarskipið Húnabjörg frá Skagaströnd og björgunarbátur frá Hvammstanga taka þátt í æfingunni.
Þyrlan mun einnig sinna öðrum verkefnum fyrir björgunarsveitir Landsbjargar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.