Úlfur úlfur – Í nótt

Þeir Helgi Sæmundur og Arnar Freyr Frostason meðlimir Bróðir Svartúlfs hafa sent frá sér nýtt lag sem ber heitið Í nótt og er aðgengilegt á You Tube. -Lagið fjallar í rauninni bara um næturlífið og er hálfgerður óður til þess skilst mér á Arnari, segir Helgi en hann sér um viðlagið og pródúseríngu en Arnar rappar rappið.

Úlfur úlfur er band sem upprunalega átti að vera hliðarverkefni Helga og Arnars á meðan þeir voru í Bróðir Svartúlfs eða eins og Helgi orðar það „svona sumarbústaður til að fara í en nú þegar hljómsveitin hefur verið sett á ís í bili þá höfum við ákveðið að demba okkur í þetta fyrir alvöru. Þetta er í rauninni bara Bróðir Svartúlfs ef hann væri sætari“.

Þeir félagar eru að taka upp stutta "plötu" núna sem verður þó einungis gefin út á netinu og þá frítt en á henni verða megasvalir gestir eins og Emmsjé Gauti, Helgi Valur og 2/4 úr Agent Fresco.

http://www.youtube.com/watch?v=OAzFwR2rpFw&feature=player_embedded

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir